Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30