Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 08:43 Þorsteinn Víglundsson á þingi. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00