Telja enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þáttum um kynbundinn launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 11:17 Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona er verkefnastýra Kvennafrídagsins 2018. Vísir/ernir Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar, líkt og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hélt fram í pistli sem hún birti í gær. Þá telja aðstandendur Kvennafrís ekki ástæðu til að leiðrétta fyrir ákveðnum þáttum í slíkum útreikningum enda sé ekki um að ræða málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun. Pistill dómsmálaráðherra um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Vísir/HannaSegja rök ráðherra ekki málefnaleg Í yfirlýsingu, sem aðstandendur Kvennafrís sendu frá sér í dag, segir að á vefnum kvennafri.is komi skýrt fram að þar séu reiknaðar út meðalatvinnutekjur kvenna. Aðstandendur Kvennafrís telja rök ráðherra enn fremur ekki málefnaleg. „Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun „Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.“Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum.Vísir/VilhelmÁstæðurnar hvorki skiljanlegar né ásættanlegar Þá eru raktar ástæður þess að meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Konur taki til að mynda lengra fæðingarorlof, þær þurfi frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfi að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og veljist sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður. Aðstandendur Kvennafrídagsins telja þessar ástæður ekki ásættanlegar og óska þess að dómsmálaráðherra taki undir kröfu þeirra um jöfn kjör. „Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.“Upptöku frá útsendingu Vísis frá fundi kvenna á Arnarhóli í tilefni Kvennafrídagsins í gær má sjá að neðan.Yfirlýsing aðstandenda Kvennafrís 2018 vegna ummæla dómsmálaráðherra í heildSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerir kynbundinn launamun og Kvennafrí að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sem færslan hefur ratað í fréttir er mikilvægt að árétta nokkur atriði varðandi kynbundinn launamun og mikilvægi þess að honum sé eytt.Við, aðstandendur Kvennafrís, höfnum því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands séu rangar, eins og dómsmálaráðherra heldur fram. Eins og kemur skýrt fram á vefnum kvennafri.is reiknum við út meðalatvinnutekjur kvenna og er aðferðafræðin rakin nánar þar.Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun.Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.Staðreynd málsins er þessi. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að þær taka lengra fæðingarorlof, þær þurfa frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfa að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þær veljast sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður og þær tilheyra svokölluðum kvennastéttum þar sem störfin eru ekki metin af verðleikum þegar kemur að launum og öðrum starfskjörum. Til viðbótar við þetta eru lífeyrissjóðsréttindi þeirra sömuleiðis lægri en karlmanna.Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur. Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar, líkt og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hélt fram í pistli sem hún birti í gær. Þá telja aðstandendur Kvennafrís ekki ástæðu til að leiðrétta fyrir ákveðnum þáttum í slíkum útreikningum enda sé ekki um að ræða málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun. Pistill dómsmálaráðherra um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Vísir/HannaSegja rök ráðherra ekki málefnaleg Í yfirlýsingu, sem aðstandendur Kvennafrís sendu frá sér í dag, segir að á vefnum kvennafri.is komi skýrt fram að þar séu reiknaðar út meðalatvinnutekjur kvenna. Aðstandendur Kvennafrís telja rök ráðherra enn fremur ekki málefnaleg. „Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun „Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.“Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum.Vísir/VilhelmÁstæðurnar hvorki skiljanlegar né ásættanlegar Þá eru raktar ástæður þess að meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Konur taki til að mynda lengra fæðingarorlof, þær þurfi frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfi að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og veljist sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður. Aðstandendur Kvennafrídagsins telja þessar ástæður ekki ásættanlegar og óska þess að dómsmálaráðherra taki undir kröfu þeirra um jöfn kjör. „Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.“Upptöku frá útsendingu Vísis frá fundi kvenna á Arnarhóli í tilefni Kvennafrídagsins í gær má sjá að neðan.Yfirlýsing aðstandenda Kvennafrís 2018 vegna ummæla dómsmálaráðherra í heildSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerir kynbundinn launamun og Kvennafrí að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sem færslan hefur ratað í fréttir er mikilvægt að árétta nokkur atriði varðandi kynbundinn launamun og mikilvægi þess að honum sé eytt.Við, aðstandendur Kvennafrís, höfnum því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands séu rangar, eins og dómsmálaráðherra heldur fram. Eins og kemur skýrt fram á vefnum kvennafri.is reiknum við út meðalatvinnutekjur kvenna og er aðferðafræðin rakin nánar þar.Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun.Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.Staðreynd málsins er þessi. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að þær taka lengra fæðingarorlof, þær þurfa frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfa að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þær veljast sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður og þær tilheyra svokölluðum kvennastéttum þar sem störfin eru ekki metin af verðleikum þegar kemur að launum og öðrum starfskjörum. Til viðbótar við þetta eru lífeyrissjóðsréttindi þeirra sömuleiðis lægri en karlmanna.Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.
Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00