Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 12:05 Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15