Segja eigandann hafa verið um borð í þyrlunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2018 08:08 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Getty Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill
Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14