Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira