Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira