Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 13:29 Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira