Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. október 2018 07:30 SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira