Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 13:01 Laun hækkuðu verulega í síðustu kjarasamningum. Gerðar eru kröfur um enn frekari hækkanir nú en atvinnurekendur efast um svigrúm til þeirra. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fíllinn í stofunni í komandi kjarasamningaviðræðum sé ófremdarástand á húsnæðismarkaði en að það verði ekki leyst með launahækkunum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur að þörf sé á sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga að umbótum á húsnæðismarkaði. Starfsgreinasambandið, stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lagði fram kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður í síðustu viku. Á meðal krafnanna er að lágmarkslaun verði hækkuð úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að mikill árangur hefði náðst í að bæta lífskjör á Íslandi undanfarin ár. Laun hafi hækkað um 30% á samningstíma þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út og lægstu laun um 40%. Saman hafi það skilað tæplega 25% kaupmáttaraukningu. Styrking krónunnar og mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefðu stutt við síðustu kjarasamninga og komið í veg fyrir að launahækkanir þá mögnuðu upp verðbólgu. Nú væru hins vegar teikn á lofti um kólnun í hagkerfinu og lýsti Halldór efasemdum um að innistæða væri fyrir miklum kauphækkunum. „Þess vegna óttast ég að ef við förum of geist núna þá munu áhrifin verða að við fáum verðbólguskot. Á því tapa allir, þeir mest sem hafa minnst á milli handanna, sagði Halldór sem taldi að breyttar efnahagslegar aðstæður hlytu að koma fram í kröfugerð verkalýðsfélaganna.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVerðmiðinn á hvað kostar að lifa Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og frambjóðandi til embættis forseta ASÍ, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði kröfu sambandsins ekki úr lausu lofti gripna heldur væri hún verðmiðinn á því hvað kostaði að lifa á Íslandi. „Krafan er að fólk geti lifað af laununum,“ sagði Drífa sem spurði hvort að SA ætlaði að ganga til samninga og bjóða viðsemjendum sínum laun sem eru of lág til að standa undir kostnaði við að lifa. Halldór sagði að stefna atvinnurekenda væri að halda áfram að hækka lægstu laun umfram önnur laun. Vandinn væri hins vegar fyrst og fremst á húsnæðismarkaði. Lækka þyrfti leiguverð og verð á húsnæði til kaupa. Það væri mesta hagsmunamál viðsemjenda SA og fleiri. „Því miður virkar það ekki þannig að við ráðumst á framboðsvanda á fasteignamarkaði með því að hækka laun, það hefur þveröfugur áhrif,“ sagði Halldór sem mælti fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna um átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem væri raunveruleg lausn vandans. Drífa tók undir að húsnæðismál væru risastórt verkefni. Byrja þyrfti á að bæta aðstæður fólks á leigumarkaði en einnig þeirra sem vildu eignast húsnæði. Þar þyrftu allir að axla sína ábyrgð, ekki síst ríkið og sveitarfélög. Í því sambandi sagði hún að leiguverð í íbúðum sem Bjarg, leigufélag verkalýðsfélaga, er með í byggingu verði ekki eins lágt og vonast hafi verið til vegna ýmissa opinberra gjalda, fyrst og fremst byggingarréttargjöld sveitarfélaga. „Þetta verður ekki leyst nema með mjög sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga og það bara liggur á,“ sagði Drífa.Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS og býður sig fram til forseta ASÍVísir/VilhelmTelur stjórnendur hafa verið hófsama í launakröfum Talið barst einnig að launahækkunum stjórnenda og kjörum þeirra lægst launuðu. Drífa fullyrti að launafólk á leigumarkaði segði aðra sögu um kaupmátt en tölfræðin sem Halldór vitnaði til í þættinum. „Það er bara kominn tími núna til þess að við hlustum á fólk og raunveruleika þess og hættum að tala í þessum meðaltölum,“ sagði hún. Gríðarleg kaupmáttaraukning hafi orðið í efstu lögum samfélagsins og forstjórar hafi ekki skorið laun sín við nögl. Sakaði hún þá tekjuhæstu í samfélaginu um að hrifsa til sín prósentuhækkanir sem þeir lægst launuðu semdu um í kjarasamningum. Orsökina fyrir því sagði Halldór vera sundurþykkju verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Hluti hennar færi fram á hækkun lágmarkslauna en annar hluti að menntun væri metin til launa. Það hafi kallað á að hækkanir hjá þeim lægst launuðu enduðu í vösum þeirra hæst launuðu. Hvað stjórnendur varðaði hefðu laun framkvæmdastjóra þvert á móti hækkað minna hlutfallslega en laun á almennum markaði. Stjórnendur hefðu að hans mati sýnt hófsemi í framgöngu sinni. „En auðvitað má finna dæmi er er mjög erfitt að verja,“ sagði Halldór um hækkanir á launum stjórnenda. Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30 Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fíllinn í stofunni í komandi kjarasamningaviðræðum sé ófremdarástand á húsnæðismarkaði en að það verði ekki leyst með launahækkunum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur að þörf sé á sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga að umbótum á húsnæðismarkaði. Starfsgreinasambandið, stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lagði fram kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður í síðustu viku. Á meðal krafnanna er að lágmarkslaun verði hækkuð úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að mikill árangur hefði náðst í að bæta lífskjör á Íslandi undanfarin ár. Laun hafi hækkað um 30% á samningstíma þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út og lægstu laun um 40%. Saman hafi það skilað tæplega 25% kaupmáttaraukningu. Styrking krónunnar og mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefðu stutt við síðustu kjarasamninga og komið í veg fyrir að launahækkanir þá mögnuðu upp verðbólgu. Nú væru hins vegar teikn á lofti um kólnun í hagkerfinu og lýsti Halldór efasemdum um að innistæða væri fyrir miklum kauphækkunum. „Þess vegna óttast ég að ef við förum of geist núna þá munu áhrifin verða að við fáum verðbólguskot. Á því tapa allir, þeir mest sem hafa minnst á milli handanna, sagði Halldór sem taldi að breyttar efnahagslegar aðstæður hlytu að koma fram í kröfugerð verkalýðsfélaganna.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVerðmiðinn á hvað kostar að lifa Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og frambjóðandi til embættis forseta ASÍ, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði kröfu sambandsins ekki úr lausu lofti gripna heldur væri hún verðmiðinn á því hvað kostaði að lifa á Íslandi. „Krafan er að fólk geti lifað af laununum,“ sagði Drífa sem spurði hvort að SA ætlaði að ganga til samninga og bjóða viðsemjendum sínum laun sem eru of lág til að standa undir kostnaði við að lifa. Halldór sagði að stefna atvinnurekenda væri að halda áfram að hækka lægstu laun umfram önnur laun. Vandinn væri hins vegar fyrst og fremst á húsnæðismarkaði. Lækka þyrfti leiguverð og verð á húsnæði til kaupa. Það væri mesta hagsmunamál viðsemjenda SA og fleiri. „Því miður virkar það ekki þannig að við ráðumst á framboðsvanda á fasteignamarkaði með því að hækka laun, það hefur þveröfugur áhrif,“ sagði Halldór sem mælti fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna um átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem væri raunveruleg lausn vandans. Drífa tók undir að húsnæðismál væru risastórt verkefni. Byrja þyrfti á að bæta aðstæður fólks á leigumarkaði en einnig þeirra sem vildu eignast húsnæði. Þar þyrftu allir að axla sína ábyrgð, ekki síst ríkið og sveitarfélög. Í því sambandi sagði hún að leiguverð í íbúðum sem Bjarg, leigufélag verkalýðsfélaga, er með í byggingu verði ekki eins lágt og vonast hafi verið til vegna ýmissa opinberra gjalda, fyrst og fremst byggingarréttargjöld sveitarfélaga. „Þetta verður ekki leyst nema með mjög sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga og það bara liggur á,“ sagði Drífa.Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS og býður sig fram til forseta ASÍVísir/VilhelmTelur stjórnendur hafa verið hófsama í launakröfum Talið barst einnig að launahækkunum stjórnenda og kjörum þeirra lægst launuðu. Drífa fullyrti að launafólk á leigumarkaði segði aðra sögu um kaupmátt en tölfræðin sem Halldór vitnaði til í þættinum. „Það er bara kominn tími núna til þess að við hlustum á fólk og raunveruleika þess og hættum að tala í þessum meðaltölum,“ sagði hún. Gríðarleg kaupmáttaraukning hafi orðið í efstu lögum samfélagsins og forstjórar hafi ekki skorið laun sín við nögl. Sakaði hún þá tekjuhæstu í samfélaginu um að hrifsa til sín prósentuhækkanir sem þeir lægst launuðu semdu um í kjarasamningum. Orsökina fyrir því sagði Halldór vera sundurþykkju verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Hluti hennar færi fram á hækkun lágmarkslauna en annar hluti að menntun væri metin til launa. Það hafi kallað á að hækkanir hjá þeim lægst launuðu enduðu í vösum þeirra hæst launuðu. Hvað stjórnendur varðaði hefðu laun framkvæmdastjóra þvert á móti hækkað minna hlutfallslega en laun á almennum markaði. Stjórnendur hefðu að hans mati sýnt hófsemi í framgöngu sinni. „En auðvitað má finna dæmi er er mjög erfitt að verja,“ sagði Halldór um hækkanir á launum stjórnenda.
Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30 Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30