Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Þrjár Euromarket verslanir eru í rekstri hér á landi. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15