Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2018 06:00 Stórir landskikar aftan við lóðirnar sem raunverulega tilheyra einbýlishúsunum númer 22, 24 og 26 við Einimel hafa verið innlimaðir. Fréttablaðið/Anton Brink Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira