„Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2018 10:45 Jóhannes Þór Skúlason og Þórarinn Ævarsson. Fréttabllaðið/Ernir „Ég er vinur ferðaþjónustunnar. Það sem ég var að gera á þessum fundi var að reyna leiðbeina þeim því þeir eru farnir villu vegar. Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira með því að lækka verðin og selja aðeins meira,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea um ræðu sem hann hélt á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll um helgina Ummæli Þórarins hafa vakið mikla athygli og svo virðist sem að Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki sátt við orð Þórarins.Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni á morgun ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Óhætt er að segja að þeir séu ekki á sama máli og kom Jóhannes Þór ferðaþjónustuaðilum til varnar vegna ræðu Þórarins.Ummælin í ræðu Þórarins sem vöktu mesta athygli sneru að þeirri skoðun hans að ferðaþjónustuaðilar væru að okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Til þess að snúa þessari þróun við ættu ferðaþjónustuaðilar að fylgja fordæmi Ikea og reyna eftir fremsta megni að halda verðinu niðri og veitingamenn ættu að leggja áherslu á þjóðlegan mat.„Þeir stoppa og þeim er boðið upp á innflutta frosna köku með gervirjóma og uppáhelling og það kostar kannski tvö þúsund. Þetta er það sem fer algjörlega ofan í fólk,“ sagði Þórarinn. „Það er hægt að gera þetta miklu betur.“Gagnrýnendur Þórarins segja hann horfa framhjá þeirri gríðarlegu stærðarhagkvæmni sem verslun Ikea nýtur.Vísir/HANNAIkea ekki væntanlegt til Bolungarvíkur Gagnrýni Samtaka ferðaþjónustunnar á orð Þórarins snúa fyrst og fremst að því að það sé ósanngjarnt að að setja alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt. Það sé ekki sambærilegt að reka veitingahús í einni aðsóknarmestu verslun Íslands á höfuðborgarsvæðinu og að reka veitingastað á Stöðvarfirði.„Þú ert með lítinn veitingastað sem þú þarft að reka allt árið. Nota hann til þess að geta búið á staðnum, til þess að geta haldið uppi fjölskyldunni en ert ekki með ferðamannastraum nema fjóra mánuði á ári. Þá þarf að ná inn veltunni fyrir allt árið á þessum fjórum mánuðum. Þá er það spurning hvernig það er gert. Ef það er hægt að lækka verð og fá inn fleiri þá er það náttúrulega frábært. Það er ekkert hægt á öllum stöðum,“ sagði Jóhannes Þór.Væri verðið það sama í Ikea í Garðabæ og í Bolungarvík var Þórarinn þá spurður af þáttastjórnendum.„Það náttúrulega yrði aldrei Ikea á Bolungarvík,“ svaraði Þórarinn. Greip þá Jóhannes Þór orðið.„Þetta er nákvæmlega málið. Það er það sem ég er að segja, það eru aðrar rekstraraðstæður,“ svaraði Jóhannes Þór.Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/VilhelmVar fyrst og fremst að tala um vinsælustu ferðamannastaðina Í þættinum tók Þórarinn hins vegar fram að þrátt fyrir að hann hafi verið að predika yfir bændum á landbúnaðarsýningu, sem margir hverjir reka litlar bændagistingar, hafi orð hans ekki beinst að þeim sem eru að reka litla veitingastaði út á landi. Hann hafi helst verið að beina sjónum sínum að vinsælum ferðamannastöðum á landsbyggðinni sem heimsóttir eru af gríðarlega mörgum ferðamönnum á ársgrundvelli, sambærilegum fjölda og heimsæki Ikea á ári hverju, um milljón manns. „Farið á Mývatn, farið á Gullfoss og Geysi. Af hverju eru þessir staðir ekki mikið mikið ódýrari því að þeir sannarlega gætu gert það?“ spurði Þórarinn. Síðar í þættinum kom hann aftur inn á þennan punkt. „Það er enginn munur á ferðamannastöðunum þar sem hundruð þúsunda koma á hverju ári og litlu stöðunum. Það er enginn verðmunur á Gullfoss og Geysi, á Mývatni eða í Djúpavogi.“ Því ættu þeir sem reki veitingastaði og aðra þjónustu á vinsælustu ferðamannastöðunum hæglega að geta fylgt fordæmi Ikea og lækkað verð á vörum sínum til þess að fá bæði ánægðari og fleiri viðskiptavini.Innslagið í Bítinu þar sem rætt var við Þórarinn og Jóhannes Þór má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Ég er vinur ferðaþjónustunnar. Það sem ég var að gera á þessum fundi var að reyna leiðbeina þeim því þeir eru farnir villu vegar. Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira með því að lækka verðin og selja aðeins meira,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea um ræðu sem hann hélt á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll um helgina Ummæli Þórarins hafa vakið mikla athygli og svo virðist sem að Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki sátt við orð Þórarins.Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni á morgun ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Óhætt er að segja að þeir séu ekki á sama máli og kom Jóhannes Þór ferðaþjónustuaðilum til varnar vegna ræðu Þórarins.Ummælin í ræðu Þórarins sem vöktu mesta athygli sneru að þeirri skoðun hans að ferðaþjónustuaðilar væru að okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Til þess að snúa þessari þróun við ættu ferðaþjónustuaðilar að fylgja fordæmi Ikea og reyna eftir fremsta megni að halda verðinu niðri og veitingamenn ættu að leggja áherslu á þjóðlegan mat.„Þeir stoppa og þeim er boðið upp á innflutta frosna köku með gervirjóma og uppáhelling og það kostar kannski tvö þúsund. Þetta er það sem fer algjörlega ofan í fólk,“ sagði Þórarinn. „Það er hægt að gera þetta miklu betur.“Gagnrýnendur Þórarins segja hann horfa framhjá þeirri gríðarlegu stærðarhagkvæmni sem verslun Ikea nýtur.Vísir/HANNAIkea ekki væntanlegt til Bolungarvíkur Gagnrýni Samtaka ferðaþjónustunnar á orð Þórarins snúa fyrst og fremst að því að það sé ósanngjarnt að að setja alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt. Það sé ekki sambærilegt að reka veitingahús í einni aðsóknarmestu verslun Íslands á höfuðborgarsvæðinu og að reka veitingastað á Stöðvarfirði.„Þú ert með lítinn veitingastað sem þú þarft að reka allt árið. Nota hann til þess að geta búið á staðnum, til þess að geta haldið uppi fjölskyldunni en ert ekki með ferðamannastraum nema fjóra mánuði á ári. Þá þarf að ná inn veltunni fyrir allt árið á þessum fjórum mánuðum. Þá er það spurning hvernig það er gert. Ef það er hægt að lækka verð og fá inn fleiri þá er það náttúrulega frábært. Það er ekkert hægt á öllum stöðum,“ sagði Jóhannes Þór.Væri verðið það sama í Ikea í Garðabæ og í Bolungarvík var Þórarinn þá spurður af þáttastjórnendum.„Það náttúrulega yrði aldrei Ikea á Bolungarvík,“ svaraði Þórarinn. Greip þá Jóhannes Þór orðið.„Þetta er nákvæmlega málið. Það er það sem ég er að segja, það eru aðrar rekstraraðstæður,“ svaraði Jóhannes Þór.Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/VilhelmVar fyrst og fremst að tala um vinsælustu ferðamannastaðina Í þættinum tók Þórarinn hins vegar fram að þrátt fyrir að hann hafi verið að predika yfir bændum á landbúnaðarsýningu, sem margir hverjir reka litlar bændagistingar, hafi orð hans ekki beinst að þeim sem eru að reka litla veitingastaði út á landi. Hann hafi helst verið að beina sjónum sínum að vinsælum ferðamannastöðum á landsbyggðinni sem heimsóttir eru af gríðarlega mörgum ferðamönnum á ársgrundvelli, sambærilegum fjölda og heimsæki Ikea á ári hverju, um milljón manns. „Farið á Mývatn, farið á Gullfoss og Geysi. Af hverju eru þessir staðir ekki mikið mikið ódýrari því að þeir sannarlega gætu gert það?“ spurði Þórarinn. Síðar í þættinum kom hann aftur inn á þennan punkt. „Það er enginn munur á ferðamannastöðunum þar sem hundruð þúsunda koma á hverju ári og litlu stöðunum. Það er enginn verðmunur á Gullfoss og Geysi, á Mývatni eða í Djúpavogi.“ Því ættu þeir sem reki veitingastaði og aðra þjónustu á vinsælustu ferðamannastöðunum hæglega að geta fylgt fordæmi Ikea og lækkað verð á vörum sínum til þess að fá bæði ánægðari og fleiri viðskiptavini.Innslagið í Bítinu þar sem rætt var við Þórarinn og Jóhannes Þór má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56