Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 21:18 Tvö félag hafa dregið sig úr sameiningarviðræðunum. Fréttablaðið/Eyþór Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03