Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Kristinn Ingi Jónssom skrifar 18. október 2018 08:00 Gengisvísitalan hefur ekki verið hærri frá því í ágúst árið 2016. Fréttablaðið/Eyþór Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segist telja að ótti um að komandi kjarasamningar fari úr böndunum sé meginskýringin á skarpri gengislækkun krónunnar undanfarið. „Við höfum ekki séð svona sverar kröfugerðir frá verkalýðsfélögunum lengi,“ segir Ásgeir Jónsson í samtali við Fréttablaðið. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir það hafa komið sér á óvart hvað krónan hélst sterk í langan tíma. Veikingin nú í haust sé hins vegar mjög snörp. Gengi krónunnar hefur haldið áfram að gefa eftir undanfarið gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum. Gengisvísitalan, sem hækkar þegar krónan veikist, hefur til að mynda hækkað um ríflega 6,2 prósent það sem af er mánuði en sé litið til síðustu sex mánaða nemur hækkunin tæplega 13 prósentum. Hefur vísitalan ekki verið hærri frá því í ágúst árið 2016.Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaBandaríkjadalurinn kostaði um 105 krónur í byrjun ágúst síðastliðins en kostaði í gær 119 krónur. Á sama tíma hefur gengi evrunnar farið úr 123 krónum í 137 krónur. Ásgeir telur einkum tvennt skýra veikingu krónunnar. „Annars vegar hefur afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum dregist heldur hratt saman undanfarið, eftir því sem hægst hefur á vexti ferðaþjónustunnar, og hefur það að einhverju leyti grafið undan gengi krónunnar. Hins vegar eru blikur á lofti víða og farið að bera á svartsýni. Væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða – mælt af Gallup – hafa til dæmis fallið að undanförnu og eru nú lægri en eftir hrunið,“ nefnir Ásgeir og heldur áfram: „Margir óttast að ferðaþjónustan sé brothætt og jafnframt hafa kröfugerðir verkalýðsfélaganna í komandi kjaraviðræðum vakið ugg en þar er beðið um miklar launahækkanir – mun meiri hækkanir en atvinnulífið getur staðið undir án þess að verulegar verðhækkanir komi til. Sagan kennir okkur að í hvert sinn sem laun eru snarhækkuð um tugi prósenta fellur gengið og verðbólgan fer úr böndunum. Eldri kynslóðir í verkalýðshreyfingunni voru farnar að átta sig á þessu samhengi en nú virðist vera komin fram ný kynslóð verkalýðsleiðtoga sem virðist ekki gera sér grein fyrir þessu,“ segir Ásgeir.Krónan var fullsterk Stefán Broddi bendir á að það sem af er ári hafi viðskiptaafgangur minnkað verulega og ekkert lát virðist hafa verið á fjárfestingum lífeyrissjóða í gjaldeyri. „Ég hef því verið þeirrar skoðunar að krónan hafi verið fullsterk og í raun kom mér á óvart að hún skuli hafa haldist þetta sterk svona lengi. Veikingin nú í haust er hins vegar mjög snörp sem hefur nú iðulega verið raunin með krónuna,“ segir hann og bætir við:Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands„Framan af hugsa ég að veikingin hafi aðallega verið vegna þess að horfur voru á minni vexti eða samdrætti í flugframboði til landsins. Það hefur svo smám saman verið að raungerast. Síðustu dagana hugsa ég að tíðindi af vinnumarkaði vegi þungt. Það virðist vera breið gjá á milli væntinga aðila á vinnumarkaði. Því miður leitar hækkun kostnaðar umfram framleiðni út í veikari krónu og hækkun verðlags. Hið dæmigerða íslenska hjólfar er nokkurn veginn þannig að kostnaður fyrirtækja hækkar, neysla og innflutningur eykst tímabundið, samkeppnisstaða við útlönd versnar sem leiðir bæði til aðhalds hjá fyrirtækjum og að krónan veikist. Í framhaldinu hækkar svo verðbólgan, verðtryggð lán hækka og Seðlabankinn hækkar vexti og óverðtryggð lán hækka. Síðan byrjum við hringrásina á nýjan leik. Ég vona auðvitað að þetta verði ekki raunin enda algjörlega á skjön við allt tal um stöðugleika en mér sýnist krónan vera að búa sig undir þennan hring,“ segir Stefán Broddi.Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.Gengissveiflurnar hafa hækkað áhættuálag Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management, segist óttast að þær miklu sveiflur á gengi krónunnar og skuldabréfa sem innflæðishöft Seðlabankans hafi ýtt undir hafi hækkað áhættuálag hér á landi allverulega. „Þess vegna er ég hræddur um að þó svo að höftin verði tekin af muni áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi vera áfram lítill. Og þó svo að áhuginn yrði einhver, þá myndi hann engan veginn duga til þess að vega á móti útflæði innlendra fjárfesta og yrði í besta falli lítið hlutfall af þeim 150 til 200 milljörðum króna sem innlendir fjárfestar taka út úr hagkerfinu nú árlega,“ segir hann. Það sé því miður að höftin hafi ekki verið afnumin fyrr til þess að vega þó ekki nema að hluta á móti miklu ójafnvægi í gjaldeyrisflæði á markaðnum, en vöru- og þjónustujöfnuður hrökkvi nú mjög skammt til á móti sterku útflæði innlendra fjármagnseigenda. „Önnur mjög slæm hliðarverkun,“ útskýrir Agnar Tómas, „er að verðbólgu- og áhættuálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað mjög hratt samhliða hraðri veikingu krónunnar og auknum vísbendingum um að hagkerfið muni kólna mjög hratt á næstu misserum. Það eykur svo líkur á að Seðlabankinn muni telja sig þurfa að beita aðhaldssamari peningastefnu en hagkerfið muni kalla á horft fram á veginn. Vandamálið er þó að hluta til heimatilbúið, bæði í Seðlabankanum en auðvitað líka vegna vinnumarkaðarins, en það er spurning hvort skaðinn sé ekki nú þegar skeður,“ nefnir hann. Hann segir það þó afar jákvætt að þrátt fyrir að verð skuldabréfa og krónunnar hafi hríðfallið síðustu misseri séu engar sérstakar vísbendingar um að þeir erlendu fjárfestar sem hafi keypt löng ríkisskuldabréf séu að selja bréf sín. Þeir séu greinilega að fjárfesta til langs tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segist telja að ótti um að komandi kjarasamningar fari úr böndunum sé meginskýringin á skarpri gengislækkun krónunnar undanfarið. „Við höfum ekki séð svona sverar kröfugerðir frá verkalýðsfélögunum lengi,“ segir Ásgeir Jónsson í samtali við Fréttablaðið. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir það hafa komið sér á óvart hvað krónan hélst sterk í langan tíma. Veikingin nú í haust sé hins vegar mjög snörp. Gengi krónunnar hefur haldið áfram að gefa eftir undanfarið gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum. Gengisvísitalan, sem hækkar þegar krónan veikist, hefur til að mynda hækkað um ríflega 6,2 prósent það sem af er mánuði en sé litið til síðustu sex mánaða nemur hækkunin tæplega 13 prósentum. Hefur vísitalan ekki verið hærri frá því í ágúst árið 2016.Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaBandaríkjadalurinn kostaði um 105 krónur í byrjun ágúst síðastliðins en kostaði í gær 119 krónur. Á sama tíma hefur gengi evrunnar farið úr 123 krónum í 137 krónur. Ásgeir telur einkum tvennt skýra veikingu krónunnar. „Annars vegar hefur afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum dregist heldur hratt saman undanfarið, eftir því sem hægst hefur á vexti ferðaþjónustunnar, og hefur það að einhverju leyti grafið undan gengi krónunnar. Hins vegar eru blikur á lofti víða og farið að bera á svartsýni. Væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða – mælt af Gallup – hafa til dæmis fallið að undanförnu og eru nú lægri en eftir hrunið,“ nefnir Ásgeir og heldur áfram: „Margir óttast að ferðaþjónustan sé brothætt og jafnframt hafa kröfugerðir verkalýðsfélaganna í komandi kjaraviðræðum vakið ugg en þar er beðið um miklar launahækkanir – mun meiri hækkanir en atvinnulífið getur staðið undir án þess að verulegar verðhækkanir komi til. Sagan kennir okkur að í hvert sinn sem laun eru snarhækkuð um tugi prósenta fellur gengið og verðbólgan fer úr böndunum. Eldri kynslóðir í verkalýðshreyfingunni voru farnar að átta sig á þessu samhengi en nú virðist vera komin fram ný kynslóð verkalýðsleiðtoga sem virðist ekki gera sér grein fyrir þessu,“ segir Ásgeir.Krónan var fullsterk Stefán Broddi bendir á að það sem af er ári hafi viðskiptaafgangur minnkað verulega og ekkert lát virðist hafa verið á fjárfestingum lífeyrissjóða í gjaldeyri. „Ég hef því verið þeirrar skoðunar að krónan hafi verið fullsterk og í raun kom mér á óvart að hún skuli hafa haldist þetta sterk svona lengi. Veikingin nú í haust er hins vegar mjög snörp sem hefur nú iðulega verið raunin með krónuna,“ segir hann og bætir við:Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands„Framan af hugsa ég að veikingin hafi aðallega verið vegna þess að horfur voru á minni vexti eða samdrætti í flugframboði til landsins. Það hefur svo smám saman verið að raungerast. Síðustu dagana hugsa ég að tíðindi af vinnumarkaði vegi þungt. Það virðist vera breið gjá á milli væntinga aðila á vinnumarkaði. Því miður leitar hækkun kostnaðar umfram framleiðni út í veikari krónu og hækkun verðlags. Hið dæmigerða íslenska hjólfar er nokkurn veginn þannig að kostnaður fyrirtækja hækkar, neysla og innflutningur eykst tímabundið, samkeppnisstaða við útlönd versnar sem leiðir bæði til aðhalds hjá fyrirtækjum og að krónan veikist. Í framhaldinu hækkar svo verðbólgan, verðtryggð lán hækka og Seðlabankinn hækkar vexti og óverðtryggð lán hækka. Síðan byrjum við hringrásina á nýjan leik. Ég vona auðvitað að þetta verði ekki raunin enda algjörlega á skjön við allt tal um stöðugleika en mér sýnist krónan vera að búa sig undir þennan hring,“ segir Stefán Broddi.Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.Gengissveiflurnar hafa hækkað áhættuálag Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management, segist óttast að þær miklu sveiflur á gengi krónunnar og skuldabréfa sem innflæðishöft Seðlabankans hafi ýtt undir hafi hækkað áhættuálag hér á landi allverulega. „Þess vegna er ég hræddur um að þó svo að höftin verði tekin af muni áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi vera áfram lítill. Og þó svo að áhuginn yrði einhver, þá myndi hann engan veginn duga til þess að vega á móti útflæði innlendra fjárfesta og yrði í besta falli lítið hlutfall af þeim 150 til 200 milljörðum króna sem innlendir fjárfestar taka út úr hagkerfinu nú árlega,“ segir hann. Það sé því miður að höftin hafi ekki verið afnumin fyrr til þess að vega þó ekki nema að hluta á móti miklu ójafnvægi í gjaldeyrisflæði á markaðnum, en vöru- og þjónustujöfnuður hrökkvi nú mjög skammt til á móti sterku útflæði innlendra fjármagnseigenda. „Önnur mjög slæm hliðarverkun,“ útskýrir Agnar Tómas, „er að verðbólgu- og áhættuálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað mjög hratt samhliða hraðri veikingu krónunnar og auknum vísbendingum um að hagkerfið muni kólna mjög hratt á næstu misserum. Það eykur svo líkur á að Seðlabankinn muni telja sig þurfa að beita aðhaldssamari peningastefnu en hagkerfið muni kalla á horft fram á veginn. Vandamálið er þó að hluta til heimatilbúið, bæði í Seðlabankanum en auðvitað líka vegna vinnumarkaðarins, en það er spurning hvort skaðinn sé ekki nú þegar skeður,“ nefnir hann. Hann segir það þó afar jákvætt að þrátt fyrir að verð skuldabréfa og krónunnar hafi hríðfallið síðustu misseri séu engar sérstakar vísbendingar um að þeir erlendu fjárfestar sem hafi keypt löng ríkisskuldabréf séu að selja bréf sín. Þeir séu greinilega að fjárfesta til langs tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49