Með þessu er verið að fella niður reglu frá árinu 2009. Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir, samkvæmt BBC, að sambönd verði að vera skilgreind samkvæmt lögum þeirra ríkja sem fólkið er frá. Án þess sé ekki hægt að sannreyna að um maka sé að ræða.
Samantha Power, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tjáði sig um málið á dögunum og sagði breytinguna vera óþarflega grimmilega og byggja á þröngsýni. Þá bendir hún á að einungis tólf prósent ríkja Sameinuðu þjóðanna leyfi hjónabönd samkynhneigðra.
Needlessly cruel & bigoted: State Dept. will no longer let same-sex domestic partners of UN employees get visas unless they are married. But only 12% of UN member states allow same-sex marriage. https://t.co/MjZpRVLYcf
— Samantha Power (@SamanthaJPower) September 28, 2018
Foreign Policy Magazine segir að breytingin muni hafa áhrif á minnst tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er að þau þurfa að gifta sig eða missa maka sína úr landi.