Klæðning Laugalækjarskóla veldur áhyggjum vegna brunans í Grenfell-turninum Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 11:23 Sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir klæninguna á Laugalækjarskóla ekki standast reglugerð Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Forstjóri Mannvirkjastofnunar hefur miklar áhyggjur af því að brennanlegt efni hafi verið notað í klæðningu Laugalækjarskóla. Sérstaklega út af brunanum í Grenfell turninum í Bretlandi í fyrra þar sem 72 létu lífið. Lögreglan hefur þrjá grunaða um að hafa borið eld að Laugalækjarskóla aðfaranótt þriðjudags. Sáust þeir í upptökum eftirlitsmyndavéla en grunur er um að þarna hafi verið ungmenni að ferð. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ræddi við Vísi að slökkvistarfi loknu í gær en hann sagði að erfiðlega hefði gengið að komast að eldinum sem var í klæðningu hússins. Sagði varðstjórinn að eldurinn virtist loga í timbri sem var þar undir.Vill nánari útskýringu frá byggingarfulltrúa Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að krossviðarrenningar og pappi hefðu verið notaðir til að klæða húsið og það efni hefði brunnið vel.Bjarni Kjartansson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.VísirBjarni segir í samtali við Vísi í dag að það sé skýrt kveðið á um það í aðaluppdrætti hússins að nota átti tregbrennanlegt efni í klæðningu hússins. Það var hins vegar augljóslega ekki gert og verður haft samband við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til að fá nánari útskýringar á því hvernig þetta gat gerst. Spurður hvort gerð verði krafa um að klæðningin verði öll fjarlægð segir Bjarni það koma til skoðunar. Forstjóri hefur áhyggjur vegna Grenfell-brunans Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segist ætla að ræða við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og eldvarnaeftirlit slökkviliðsins til að komast að því hvar mistökin liggja.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.„Hjá Mannvirkjastofnun lítum við klæðningar á húsum mjög alvarlegum augum og ekki síst eftir þennan hræðilega atburð sem varð í Bretlandi, brunann í Grenfell Tower, þar sem menn voru mjög greinilega að nota ólöglegt brennanlegt efni, en einhvern veginn misstu þeir af því í eftirlitinu,“ segir Björn.Setja einangrun á byggð hús í nafni orkunýtingar Hann segir það færast sífellt í aukana að eigendur húsa vilji setja einangrunarefni utan á þau til að auka orkunýtingu. „Þarna viljum við hjá mannvirkjastofnun að menn fari mjög varlega og menn skoði mjög gaumgæfilega hvort efni séu brennanleg eða ekki. Við munum fylgjast með þessu ásamt byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti því þetta er mjög mikilvægt málefni og full ástæða til út af þessum atburðum í Bretlandi.“ Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi þrjá undir grun vegna íkveikjunnar. Þeir sáust bera elda að Laugalækjarskóla en spurður um aldur þeirra segir Jóhann að grunur sé um að þeir séu undir átján ára aldri, án þess að geta staðfest það. Bruni í Grenfell-turni Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að klæðning Laugalækjarskóla standist ekki reglugerð 2. október 2018 18:45 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05 Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Bruninn í Grenfell átti upptök sín í ísskáp Lögreglan skoðar hvort rétt sé að rannsaka brunann sem manndráp. 23. júní 2017 12:19 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50 Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði. 12. júlí 2017 09:05 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Forstjóri Mannvirkjastofnunar hefur miklar áhyggjur af því að brennanlegt efni hafi verið notað í klæðningu Laugalækjarskóla. Sérstaklega út af brunanum í Grenfell turninum í Bretlandi í fyrra þar sem 72 létu lífið. Lögreglan hefur þrjá grunaða um að hafa borið eld að Laugalækjarskóla aðfaranótt þriðjudags. Sáust þeir í upptökum eftirlitsmyndavéla en grunur er um að þarna hafi verið ungmenni að ferð. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ræddi við Vísi að slökkvistarfi loknu í gær en hann sagði að erfiðlega hefði gengið að komast að eldinum sem var í klæðningu hússins. Sagði varðstjórinn að eldurinn virtist loga í timbri sem var þar undir.Vill nánari útskýringu frá byggingarfulltrúa Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að krossviðarrenningar og pappi hefðu verið notaðir til að klæða húsið og það efni hefði brunnið vel.Bjarni Kjartansson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.VísirBjarni segir í samtali við Vísi í dag að það sé skýrt kveðið á um það í aðaluppdrætti hússins að nota átti tregbrennanlegt efni í klæðningu hússins. Það var hins vegar augljóslega ekki gert og verður haft samband við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til að fá nánari útskýringar á því hvernig þetta gat gerst. Spurður hvort gerð verði krafa um að klæðningin verði öll fjarlægð segir Bjarni það koma til skoðunar. Forstjóri hefur áhyggjur vegna Grenfell-brunans Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segist ætla að ræða við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og eldvarnaeftirlit slökkviliðsins til að komast að því hvar mistökin liggja.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.„Hjá Mannvirkjastofnun lítum við klæðningar á húsum mjög alvarlegum augum og ekki síst eftir þennan hræðilega atburð sem varð í Bretlandi, brunann í Grenfell Tower, þar sem menn voru mjög greinilega að nota ólöglegt brennanlegt efni, en einhvern veginn misstu þeir af því í eftirlitinu,“ segir Björn.Setja einangrun á byggð hús í nafni orkunýtingar Hann segir það færast sífellt í aukana að eigendur húsa vilji setja einangrunarefni utan á þau til að auka orkunýtingu. „Þarna viljum við hjá mannvirkjastofnun að menn fari mjög varlega og menn skoði mjög gaumgæfilega hvort efni séu brennanleg eða ekki. Við munum fylgjast með þessu ásamt byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti því þetta er mjög mikilvægt málefni og full ástæða til út af þessum atburðum í Bretlandi.“ Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi þrjá undir grun vegna íkveikjunnar. Þeir sáust bera elda að Laugalækjarskóla en spurður um aldur þeirra segir Jóhann að grunur sé um að þeir séu undir átján ára aldri, án þess að geta staðfest það.
Bruni í Grenfell-turni Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að klæðning Laugalækjarskóla standist ekki reglugerð 2. október 2018 18:45 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05 Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Bruninn í Grenfell átti upptök sín í ísskáp Lögreglan skoðar hvort rétt sé að rannsaka brunann sem manndráp. 23. júní 2017 12:19 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50 Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði. 12. júlí 2017 09:05 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07
Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að klæðning Laugalækjarskóla standist ekki reglugerð 2. október 2018 18:45
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37
Bruninn í Grenfell átti upptök sín í ísskáp Lögreglan skoðar hvort rétt sé að rannsaka brunann sem manndráp. 23. júní 2017 12:19
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50
Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði. 12. júlí 2017 09:05