Formaður VR sakar SA um ábyrgðalaust tal í launamálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VISIR/EGILL Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54
SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00