Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 19:30 Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar. Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar.
Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30