Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 19:30 Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar. Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar.
Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30