Hvað þarf eiginlega marga þætti með Helga Seljan? Þórir Garðarsson skrifar 3. október 2018 19:16 Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun