Gáleysi utanríkisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2018 07:00 Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun