Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2018 10:56 Elín Sif og Eyrún Björk í hlutverkum Stellu og Magneu í Lof mér að falla. Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?” Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?”
Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira