Engir tuddar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. september 2018 07:00 Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun