Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 06:30 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu og 11 prósenta hlut í Sýn. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra. Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra.
Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira