Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 06:30 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu og 11 prósenta hlut í Sýn. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra. Fjölmiðlar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra.
Fjölmiðlar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira