Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:31 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, vill meina að með kröfu Icelandair að flugfreyjur geri starf sitt að fullu starfi eða hætti störfum sé verið að hverfa aftur til þeirra tíma þegar „barnsburður og gifting jafngilt uppsögn“. Þetta segir Berglind í pistli sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Icelandair tilkynnti flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi að þau yrðu að velja á milli þess að fara í fullt starf frá og með 1. janúar 2019 eða hætta störfum. Undanskildir eru þeir starfsmenn sem hafa unnið í yfir þrjátíu ár hjá Icelandair eða hafa náð 55 ára aldri. Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf,“ sagði Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair á dögunum. Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt.Aðgerðir Icelandair hafa mætt mikilli mótspyrnu hjá flugþjónum.Vísir/VilhelmAfturhvarf til 1960 „Það var í kringum árið 1960 sem forverar mínir í Flugfreyjufélagi Íslands börðust fyrir því að flugfreyjur fengu að halda starfi sínu eftir 35 ára aldur. Það var á sama tíma og barnsburður og gifting jafngiltu uppsögn. Með samtakamætti tókst að fá þessu breytt,“ segir Berglind. Aðgerðirnar sé afturhvarf til fyrrnefndra tíma. „Þeir hafa ákveðið að virða að vettugi samningsbundið kjarasamningsákvæði um hlutastörf sem virt hefur verið af fyrirtækinu um áratugaskeið. Þetta ákvæði byggir á því að flugfreyjur og flugþjónar hafi þann kost að aðlaga einkalíf og fjölskylduábyrgð við starfið sitt.“ Berglind metur það sem svo að um einhliða þvingunaraðgerðir sé að ræða og þannig hafi stjórnendur Icelandair ákveðið að grípa til hópuppsagna á flugfreyjum og flugþjónum sem starfa í hlutastörfum. Aðgerðunum sé eingöngu beint að einum hóp innan fyrirtækisins sem að mestu leyti séu konur. „Verið er að fara þvert gegn þeim sjónarmiðum sem uppi eru í landinu um fjölskylduvænt starfsumhverfi, styttingu vinnuviku og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Verið er að fara á skjön við jafnréttislög þar sem lagðar eru skyldur á atvinnurekenda að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, meðal annars með auknum sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Erum við öll í sama liði?“ Berglind spyr hvernig standi á því að árið 2018 skuli eitt fyrirtæki landsins standa í slíkum þvingunaraðgerðum ? „Hvar er fjölskyldustefna Icelandair? Hver er samfélagsleg ábyrgð Icelandair? Hver er starfsmannastefna Icelandair? Hvar er jafnréttisáætlun Icelandair? Því spyr ég, erum við öll í sama liði?“ Bogi Nils sagði ástæðuna fyrir breytingununum einfalda. Afar hár launakostnaður. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Fulltrúar frá fjórum stéttarfélögum hafa sent frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan.Yfirlýsing vegna aðgerða IcelandairVið undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Icelandair Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, vill meina að með kröfu Icelandair að flugfreyjur geri starf sitt að fullu starfi eða hætti störfum sé verið að hverfa aftur til þeirra tíma þegar „barnsburður og gifting jafngilt uppsögn“. Þetta segir Berglind í pistli sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Icelandair tilkynnti flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi að þau yrðu að velja á milli þess að fara í fullt starf frá og með 1. janúar 2019 eða hætta störfum. Undanskildir eru þeir starfsmenn sem hafa unnið í yfir þrjátíu ár hjá Icelandair eða hafa náð 55 ára aldri. Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf,“ sagði Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair á dögunum. Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt.Aðgerðir Icelandair hafa mætt mikilli mótspyrnu hjá flugþjónum.Vísir/VilhelmAfturhvarf til 1960 „Það var í kringum árið 1960 sem forverar mínir í Flugfreyjufélagi Íslands börðust fyrir því að flugfreyjur fengu að halda starfi sínu eftir 35 ára aldur. Það var á sama tíma og barnsburður og gifting jafngiltu uppsögn. Með samtakamætti tókst að fá þessu breytt,“ segir Berglind. Aðgerðirnar sé afturhvarf til fyrrnefndra tíma. „Þeir hafa ákveðið að virða að vettugi samningsbundið kjarasamningsákvæði um hlutastörf sem virt hefur verið af fyrirtækinu um áratugaskeið. Þetta ákvæði byggir á því að flugfreyjur og flugþjónar hafi þann kost að aðlaga einkalíf og fjölskylduábyrgð við starfið sitt.“ Berglind metur það sem svo að um einhliða þvingunaraðgerðir sé að ræða og þannig hafi stjórnendur Icelandair ákveðið að grípa til hópuppsagna á flugfreyjum og flugþjónum sem starfa í hlutastörfum. Aðgerðunum sé eingöngu beint að einum hóp innan fyrirtækisins sem að mestu leyti séu konur. „Verið er að fara þvert gegn þeim sjónarmiðum sem uppi eru í landinu um fjölskylduvænt starfsumhverfi, styttingu vinnuviku og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Verið er að fara á skjön við jafnréttislög þar sem lagðar eru skyldur á atvinnurekenda að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, meðal annars með auknum sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Erum við öll í sama liði?“ Berglind spyr hvernig standi á því að árið 2018 skuli eitt fyrirtæki landsins standa í slíkum þvingunaraðgerðum ? „Hvar er fjölskyldustefna Icelandair? Hver er samfélagsleg ábyrgð Icelandair? Hver er starfsmannastefna Icelandair? Hvar er jafnréttisáætlun Icelandair? Því spyr ég, erum við öll í sama liði?“ Bogi Nils sagði ástæðuna fyrir breytingununum einfalda. Afar hár launakostnaður. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Fulltrúar frá fjórum stéttarfélögum hafa sent frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan.Yfirlýsing vegna aðgerða IcelandairVið undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira