Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kostnaður við braggann fór yfir 400 milljónir. Fréttablaðið/Anton Brink Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15
Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47