Skattlögð til að fjármagna sóun Ingvar Smári Birgisson skrifar 26. september 2018 15:45 Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Braggamálið Efnahagsmál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun