Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2018 06:30 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49