Fordæmalaus tillaga um að ESB refsi Ungverjum samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:40 Rúmur meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu í Strasbourg greiddi tillögunni atkvæði sitt. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“. Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“.
Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39
Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00