Nei – verktakar ráða ekki ferðinni Hjálmar Sveinsson skrifar 13. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun