Nei – verktakar ráða ekki ferðinni Hjálmar Sveinsson skrifar 13. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar