Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 08:00 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
„Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira