Hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn einkarekstri Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira