Tvöfaldur Evrópumeistari getur „loksins“ tekið bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 13:00 Jakob Ingebrigtsen fagnar EM-gulli í Berlín í ágúst. Vísir/Getty Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira