Fangelsisvist vegna svindls í keppnisflugi bréfdúfna Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 21:25 Bréfdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald. Svo eru þær líka mjög ratvísar. Vísir/EPA Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist. Dýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist.
Dýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira