Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 16:26 Jaroslaw Kaczynski tók við stjórnartaumunum í PiS eftir að tvíburabróðir hans Lech lést í flugslysi árið 2010. Vísir/AP Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. AP greinir frá.Stirð samskipti við Evrópusambandið Þingið var haldið vegna komandi þingkosninga í Póllandi sem fram fara 21. október. Flokkurinn sem hefur átt meirihluta í báðum deildum pólska þingsins á kjörtímabilinu hefur verið gagnrýninn á Evrópusambandið og hafa stefnur hans skarast á við stefnur ESB. Hæst ber að nefna deilur ríkisstjórnarinnar í kjölfar endurskipulagningu hennar á pólska dómskerfinu. Evrópudómstóllinn rannsakar nú aðgerðir PiS sem eru sagðar ógna sjálfstæði dómstóla. Ríkisstjórnin undir stjórn Mateusz Morawiecki neitar sök og hefur gefið til kynna að hún muni hunsa fyrirmæli Evrópudómstólsins.Evrópusambandið mikilvægt lífsgæðum Pólverja En þrátt fyrir stirð samskipti milli ESB og Póllands og orðróma um að Pólland muni, líkt og Bretar kusu að gera árið 2016, ganga úr ESB talaði Kaczynski vel um sambandi og sagði það mikilvægt Póllandi. „Pólverjar vilja vera í ESB því það er fljótlegasta leiðin til að auka lífsgæði í landinu. Markmið flokksins er að eftir um 15-20 muni Pólverjar segja að í Póllandi sé lífið eins og lífið í löndunum vestan megin við landamærin, að öllu leyti.“ PiS, sem er hægt að þýða sem Lög og Réttlæti, hefur verið stærsti flokkurinn og er talið að aukin félagsleg útgjöld og aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt, spillingu og óþarfa útgjöld ríkisins eigi mikinn þátt í vinsældum flokksins. Evrópusambandið Pólland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. AP greinir frá.Stirð samskipti við Evrópusambandið Þingið var haldið vegna komandi þingkosninga í Póllandi sem fram fara 21. október. Flokkurinn sem hefur átt meirihluta í báðum deildum pólska þingsins á kjörtímabilinu hefur verið gagnrýninn á Evrópusambandið og hafa stefnur hans skarast á við stefnur ESB. Hæst ber að nefna deilur ríkisstjórnarinnar í kjölfar endurskipulagningu hennar á pólska dómskerfinu. Evrópudómstóllinn rannsakar nú aðgerðir PiS sem eru sagðar ógna sjálfstæði dómstóla. Ríkisstjórnin undir stjórn Mateusz Morawiecki neitar sök og hefur gefið til kynna að hún muni hunsa fyrirmæli Evrópudómstólsins.Evrópusambandið mikilvægt lífsgæðum Pólverja En þrátt fyrir stirð samskipti milli ESB og Póllands og orðróma um að Pólland muni, líkt og Bretar kusu að gera árið 2016, ganga úr ESB talaði Kaczynski vel um sambandi og sagði það mikilvægt Póllandi. „Pólverjar vilja vera í ESB því það er fljótlegasta leiðin til að auka lífsgæði í landinu. Markmið flokksins er að eftir um 15-20 muni Pólverjar segja að í Póllandi sé lífið eins og lífið í löndunum vestan megin við landamærin, að öllu leyti.“ PiS, sem er hægt að þýða sem Lög og Réttlæti, hefur verið stærsti flokkurinn og er talið að aukin félagsleg útgjöld og aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt, spillingu og óþarfa útgjöld ríkisins eigi mikinn þátt í vinsældum flokksins.
Evrópusambandið Pólland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira