Lamdi bróður sinn með bolla eftir ágreining um millimetra við byggingu bústaðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2018 15:30 Héraðsdómur Reykjaness Fréttablaðið/Hari Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem framin var árið 2015. Maðurinn réðst á bróður sinn með kaffibolla eftir að þeim sinnaðist vegna mistaka við smíði á sumarbústað.Árásin átti sér stað er bræðurnir voru að byggja sumarbústað ásamt þriðja bróðurnum og móður þeirra. Í lögregluskýrslu kemur fram að árásin hafi til komið eftir að bróðirinn sem framdi líkamsárásina reiddist hinum þegar sá gerði athugasemd við vinnubrögð hins fyrrnefnda.Rauk hann inn í vinnuskúr eftir að hafa ekki sagst nenna að standa í „millimetra kjaftæði“ og fékk sér kaffibolla. Skömmu síðar kom hinn bróðirinn inn og hélt rifrildið áfram inn í skúrnum. Hrinti þá annar bróðirinn honum í gólfið og rauk út.Varð þá bróðirinn sem var hrint mjög reiður og fór á eftir bróður sínum. Þegar út var komið var hann hins vegar laminn af bróður sínum með kaffibolla í vinstra eyrað. Yfirgaf hann þá svæðið, hringdi í lögreglu og kærði bróður sinn fyrir líkamsárás.Kaffibollinn sem notaður var til árásarinnar var líkur þessum.Vísir/GettySagði að hann hefði hegðað sér „eins og fáviti“ Bróðirinn sem framdi líkamsárásina lýsti árásinni sem svo að bróðir sinn hefði gert haldlausa athugasemd við lengd á stoðum í húsinu. Hafi hann ekki nennt að hlusta á slíkt tal og því fengið sér kaffibolla. Í skúrnum hafi hins vegar komið til frekari orðaskipta á milli þeirra og hafi bróðir hans dottið í gólfið eftir að hafa komið mjög nálægt sér. Sagðist hann hafa ýtt örlítið við bróður sínum. Við það hafi bróðir hans orðið mjög reiður og sagt ætla að „stúta“ honum. Hafi bróðirinn komið alveg upp að honum og þá hafi hann slegið bróður sinn í sjálfsvörn en kaffibollinn hafi verið í þeirri hendi sem hann sló með. Við þessa skýringu hélt bróðirinn sig fyrir dómi og rakti hann sinnaskiptin til þess að hinn bróðirinn hafi verið „búinn að hegða sér eins og fáviti“ við smíði sumarbústaðarins. Hann hefði verið með ásakanir í garð annarra sem að smíðinni komu og sífellt verið að taka verkfæri annarra. Við þetta hefði bróðirinn sem framdi árásina ítrekað gert athugasemdir og hefði það pirrað bróðurinn sem varð fyrir árásinni. Árásin átti sér stað árið 2015 og sagði bróðirinn sem varð fyrir árásinni að á þeim þremur árum sem liðin eru frá árásinni hafi hinn bróðirinn aldrei beðist afsökunar og að samband þeirra bræða hafi ekkert verið eftir árásina, auk þess að samband hans við þriðja bróðurinn og móður þeirra væri erfitt þar sem þau væru í vondri stöðu vegna tengsla þeirra við bræðurna.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í sumar.Fréttablaðið/GVALíklegast hvítur hefðbundinn bolli, merktur Sjúkraliðafélaginu Í dómi héraðsdóms er nokkru púðri eytt í því að komast að því af hvaða gerð kaffibollinn hafi verið þar sem engra ljósmynda eða mælinga af bollanum hafi notið við. Kemst dómurinn þó að þeirri niðurstöðu að um hefðbundinn hvítan keramíkbolla hafi verið að ræða, líklega merktan Sjúkraliðafélagi Íslands. Segir í dóminum að sú háttsemi ákærða að hafa slegið í höfuð bróður síns með slíkum bolla, sem mögulega hafi getað brotnað við höggið, hafi verið mjög hættuleg. Þá segir í dóminum að ekkert hafi komið fram sem rennt geti stoðum undir það að árásin hafi verið framin í neyðarvörn. Var bróðirinn því sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Í dóminum segir þó að þar sem dráttur hafi orðið á útgáfu ákæru í málinu hafi ekki annað komið til greina en að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem framin var árið 2015. Maðurinn réðst á bróður sinn með kaffibolla eftir að þeim sinnaðist vegna mistaka við smíði á sumarbústað.Árásin átti sér stað er bræðurnir voru að byggja sumarbústað ásamt þriðja bróðurnum og móður þeirra. Í lögregluskýrslu kemur fram að árásin hafi til komið eftir að bróðirinn sem framdi líkamsárásina reiddist hinum þegar sá gerði athugasemd við vinnubrögð hins fyrrnefnda.Rauk hann inn í vinnuskúr eftir að hafa ekki sagst nenna að standa í „millimetra kjaftæði“ og fékk sér kaffibolla. Skömmu síðar kom hinn bróðirinn inn og hélt rifrildið áfram inn í skúrnum. Hrinti þá annar bróðirinn honum í gólfið og rauk út.Varð þá bróðirinn sem var hrint mjög reiður og fór á eftir bróður sínum. Þegar út var komið var hann hins vegar laminn af bróður sínum með kaffibolla í vinstra eyrað. Yfirgaf hann þá svæðið, hringdi í lögreglu og kærði bróður sinn fyrir líkamsárás.Kaffibollinn sem notaður var til árásarinnar var líkur þessum.Vísir/GettySagði að hann hefði hegðað sér „eins og fáviti“ Bróðirinn sem framdi líkamsárásina lýsti árásinni sem svo að bróðir sinn hefði gert haldlausa athugasemd við lengd á stoðum í húsinu. Hafi hann ekki nennt að hlusta á slíkt tal og því fengið sér kaffibolla. Í skúrnum hafi hins vegar komið til frekari orðaskipta á milli þeirra og hafi bróðir hans dottið í gólfið eftir að hafa komið mjög nálægt sér. Sagðist hann hafa ýtt örlítið við bróður sínum. Við það hafi bróðir hans orðið mjög reiður og sagt ætla að „stúta“ honum. Hafi bróðirinn komið alveg upp að honum og þá hafi hann slegið bróður sinn í sjálfsvörn en kaffibollinn hafi verið í þeirri hendi sem hann sló með. Við þessa skýringu hélt bróðirinn sig fyrir dómi og rakti hann sinnaskiptin til þess að hinn bróðirinn hafi verið „búinn að hegða sér eins og fáviti“ við smíði sumarbústaðarins. Hann hefði verið með ásakanir í garð annarra sem að smíðinni komu og sífellt verið að taka verkfæri annarra. Við þetta hefði bróðirinn sem framdi árásina ítrekað gert athugasemdir og hefði það pirrað bróðurinn sem varð fyrir árásinni. Árásin átti sér stað árið 2015 og sagði bróðirinn sem varð fyrir árásinni að á þeim þremur árum sem liðin eru frá árásinni hafi hinn bróðirinn aldrei beðist afsökunar og að samband þeirra bræða hafi ekkert verið eftir árásina, auk þess að samband hans við þriðja bróðurinn og móður þeirra væri erfitt þar sem þau væru í vondri stöðu vegna tengsla þeirra við bræðurna.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í sumar.Fréttablaðið/GVALíklegast hvítur hefðbundinn bolli, merktur Sjúkraliðafélaginu Í dómi héraðsdóms er nokkru púðri eytt í því að komast að því af hvaða gerð kaffibollinn hafi verið þar sem engra ljósmynda eða mælinga af bollanum hafi notið við. Kemst dómurinn þó að þeirri niðurstöðu að um hefðbundinn hvítan keramíkbolla hafi verið að ræða, líklega merktan Sjúkraliðafélagi Íslands. Segir í dóminum að sú háttsemi ákærða að hafa slegið í höfuð bróður síns með slíkum bolla, sem mögulega hafi getað brotnað við höggið, hafi verið mjög hættuleg. Þá segir í dóminum að ekkert hafi komið fram sem rennt geti stoðum undir það að árásin hafi verið framin í neyðarvörn. Var bróðirinn því sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Í dóminum segir þó að þar sem dráttur hafi orðið á útgáfu ákæru í málinu hafi ekki annað komið til greina en að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira