Grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli fær ekki að fara úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 09:02 Lögregla segir málið afar umfangsmikið. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels