Grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli fær ekki að fara úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 09:02 Lögregla segir málið afar umfangsmikið. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira