Grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli fær ekki að fara úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 09:02 Lögregla segir málið afar umfangsmikið. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira