Lítil farþegaflugvél með 22 farþegum hrapaði í morgun á leið sinni til Yirol í Suður-Súdan frá höfuðborginni Juba. Reuters greinir frá.
Í það minnsta 17 eru látnir og tveggja er saknað eftir slysið, en þrír komust lífs af. Þrjú börn voru á meðal farþeganna.
Flugvélin endaði nærri á og þurftu björgunaraðilar að sækja lík hinna látnu í ánna að sögn sjónarvottar.
Endanleg tala látinna hefur ekki formlega verið staðfest, en á meðal þeirra sem komst lífs af er ítalskur læknir sem ferðaðist á vegum góðgerðarsamtaka, en hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Yirol og er ástand hans sagt alvarlegt.

