Vísir í níu mánaða einangrun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2018 19:15 Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands
Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14
Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00