Þakklátur Bubbi segir rifna slagæð vera ástæðu fjarverunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 13:34 Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala og spilar því ekki í Hljómskálagarðinum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi. Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48