Ágreiningur og viljastyrkur Lilja Bjarnadóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:37 Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar