Áratugur breytinga: Neysla og neyslumynstur Matthías Þorvaldsson skrifar 22. ágúst 2018 07:01 Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun