Stefnir ríkinu vegna Vafningsmálsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Úr aðalmeðferð Vafningsmálsins í héraði. Guðmundur er lengst til vinstri og Þórður við hlið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira