Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 21:33 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20