Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:49 Þúsundir söfnuðust saman við moskuna í gær og standa mótmælin enn yfir. Weibo Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira