Fannst vanta meðgönguapp á íslensku fyrir verðandi foreldra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 11:30 Forritið mun eflaust gagnast mörgum verðandi foreldrum hér á landi. vísir/getty Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Börn og uppeldi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Börn og uppeldi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira